Gerðu ávallt þitt besta

Brostu og vertu jákvæður- það er miklu léttara

Gleðin er eins og gott vítamín

Vinir eru brú út í stærri heim

Að eiga góðan vin er fjársjóðurinn minn

Lífsgleði njóttu með vinum þínum

Í náttúrunni opnum við huga og hjarta

Hafið bláa hafið hugann dregur

 

Opin söngstund á Degi leikskólans

IMG_4599

Þann 6. febrúar ár hvert er Dagur leikskólans og þann dag halda leikskólar um land allt hátíðlegan með fjölbreyttum hætti. Í Garðaseli var opin söngstund í dag þar sem foreldrum og fjölskyldum barnanna var boðið að koma og taka þátt.

Myndir frá Lóni komnar inn

IMG_2840

Nýjar myndir eru komnar inn á síðuna hjá Lóni http://gardasel.is/nemendur/lon/myndasida/

Hreyfistund á Holti í Grundaskóla Írisar og Guggu/Addúarhópur

IMG_9134

Í morgun fóru Írisar og Guggu/Addúarhópur í hreyfistund í Grundaskóla. Hildur Karen setti upp fyrir okkur krefjandi og skemmtilega braut. Allir höfðu gaman af bæði börn og starfsfólk. Komnar eru inn nýjar myndir á myndasíðu Holts og inná Facebook síðu

Fréttabréf, matseðill og dagatal í febrúar

foreldrar

Þá er janúar liðinn hratt og vel og febrúar genginn í garð. Þá endurnýjast matseðill, dagatal og fréttabréf og má nálgast þessi gögn hér fyrir neðan.

Ernu og Rúnuhópur úti í snjónum

IMG_2816

Í dag snjóaði og snjóaði og leikefnið úti var því spennandi. Ernu- og Rúnuhópur á Lóni fóru út eftir hádegi og voru alsæl í leiknum. Þau drógu hvert annað á snjóþotu og renndu sér líka,

Þorrablótið 2016

IMG_4522

Í dag var Þorrablótið í Garðaseli og hlaðborð á Skála. Slátur og meðlæti var aðalrétturinn en síðan voru bakkar af þorramat, nýjum og súrum. Hákarl og harðfiskur var vinsæll og kjarkæfingin hjá mörgum fólst í því að smakka hákarlinn. Myndir