Hafið bláa hafið  - Langisandur

Hafið bláa hafið - Langisandur

Í Garðaseli er lífið leikur

Í Garðaseli er lífið leikur

Bros er eins á öllum tungumálum

Bros er eins á öllum tungumálum

Náttúra - vellíðan - hreysti

Náttúra - vellíðan - hreysti

Tannverndardagar

Dagana 10. -12. september eru tannverndardagar og þá er lögð áhersla á fræðslu um hollt og gott, nauðsyn þess að bursta tennurnar sínar vel og annað sem leggur grunn að góðri tannheilsu barna. 2014-árgangurinn fór í heimsókn á tannlæknastofuna á

Skipulagsdagur á föstudaginn

Föstudaginn 14. september er skipulagsdagur í leikskólanum og hann lokaður þann dag. Unnið verður að skipulagningu starfs, endurmati og sameiginlegri vinnu með grunnþætti skólastarfsins. Eftir hádegi verður fræðsla fyrir alla starfsmenn leikskólana um hagnýtar leiðir til að vinna með og

Heilsuskokkið í dag

Í dag var fyrra heilsuskokk skólaársins í blíðskaparveðri. Allir nemendur, nema yngstu börnin, fóru á Jaðarsbakkasvæðið þar sem gengið var, skokkað eða hlaupið í kringum Akraneshöllina.

Dagatal, fréttabréf og matseðill í september

Nú er allt að komast í eðlilegan gang hjá okkur, aðlögun að klárast og allir að verða komnir inn til leiks og starfa. Hér fyrir neðan má finna ýmis gögn fyrir september og hafa foreldrar fengið þau send í tölvupósti.

Búningadagur á morgun

Föstudaginn 31. ágúst er búningadagur í Garðaseli en þá gerum við okkur dagamun vegna 27 ára afmælis skólans sem er 1. september. Söngstund á Skála fyrir hádegi og súkkulaðikaka í nónhressingunni.

Fulltrúar í foreldraráð og foreldrafélag

Samkvæmt lögum um leikskóla á að vera starfandi foreldraráð, sem er skólaninum til halds og stuðnings í ýmsum málum er varða skólastarfi og auk þess skal einn fulltrúi frá foreldraráðum leikskólanna vera áheyrnarfulltrúi þeirra í Skóla- og frístundaráði.