Haustskóli í Brúum bilið

Dagana 10. – 11. og 12. október er Haustskólinn sem er hluti af samstarfsverkefni leik- og grunnskóla með elstu börn leikskólans. Í stað reglulegra nemendaskipta yfir veturinn eru elstu börnin okkar nú þrjá daga í grunnskólanum sínum og 1. bekkingarnir koma í leikskólann. Mikil spenna og gleði hefur verið og heimsóknirar mjög ánægjulegar og verkefnin fjölbreytt. Myndir má skoða hér .