Í dag komu bræðurnir Haukur Andri og Orri Þór ásamt mömmu sinni, Sigrúnu Ósk, og færðu leikskólanum að gjöf 80 fjölnota poka merkta leikskólanum. Pokarnir verða til afnota fyrir börn og foreldra undir óhreinan eða blautan fatnað og mikilvægt er að foreldrar passi upp á að pokarnir skili sér aftur til skólans, annars gera þeir ekki það gagn sem til er ætlast. Kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.