Rauður dagur í dag

Í dag var Rauður dagur í Garðaseli og við héldum Litlu-jólin. Hingað streymdu kátir sveinar úr fjallinu ásamt Grýlu og Leppalúða sem skelltu sér á ball með okkur og skemmtu sér vel. Myndir koma inn á morgun en hér fyrir neðan er stutt myndband frá jólaballinu.