Bóndadagurinn

Bóndadagurinn var í dag og við byrjuðum á að fá pabbana, afana og bræður í morgunkaffi til okkar og má ætla að rúmlega 200 manns hafi komið í Garðasel í morgun. Takk fyrir það, kæru bændur og til hamingju með daginn 🌹
Þá höfðu stelpurnar undirbúið daginn og færðu strákunum hálsmen og falleg gullkorn til þeirra sem sýndu hvað þeir eru hæfileikaríkir og flottir.
Í síðdegishressingunni voru vöfflur með rjóma og fóru allir glaðir inn í helgina 😘