Innritun 2012- barna í í grunnskóla á Akranesi sem hefja skólagöngu næstkomandi haust er nú lokið. Í íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is, geta forráðamenn nálgast tilkynningu þess efnis. Hægt er skrá sig inn í íbúagáttina með rafrænum skilríkum eða íslykli.Forráðamenn velja þegar innskráningu lýkur yfirflokk sem kallast málin mín, þar ætti innritunarmál barnsins að birtast efst. Sé ýtt á málsnúmer sem er í fyrsta dálk, er hægt að nálgast umrædda tilkynningu sem og einnig senda inn fyrirspurn, vakni upp einhverjar spurningar. Bréfin verða aðeins aðgengileg með þessum hætti en sé þess óskað að fá þau send á tölvupósti er hægt að senda beiðni um það á netfangið akranes@akranes.is og muna skal eftir að tilgreina fullt nafn barnsins. Hvað varðar skráningu í frístund, þá fer hún fram í vor og verður sérstaklega auglýst þegar nær dregur.

Slóð á fréttina í fullri lengd