Nemar í Garðaseli

Vikurnar 26. febrúar til og með 16. mars eru Arna Björk Ómardsdóttir og Kristin Releena Jónasdóttir í æfingakennslu í Garðaseli en þær eru nemar í leikskólakennarafræðum í HÍ. Það er alltaf gaman að hafa nema í húsi, þeim fylgja verkefni og við fáum tækifæri til að fræða um uppbyggingu starfs og áherslur skólans.