Föstudaginn 11. maí var síðara heilsuskokk skólaársins en þá fóru nemendur og kennarar á svæðið við Akraneshöllina og skokkað var hringinn í kringum höllina. Fyrir hvern hring var gerður kross á handarbak barnanna til að hvetja þau áfram og halda utan um hversu dugleg þau voru. Upphitun var fyrir skokkið og í lokin fengu allir verðlaunapening fyrir góða frammistöðu.  Myndir