Farið var með alla árganga nema þann elsta í lambaferðina að Bjarteyjarsandi þar sem börn og kennarar nutu góðrar móttöku hjá ábúendum. Farið var í fjárhúsið og lömbunum klappað og gefin mjólk að drekka úr pela. Lömb fæddust á meðan börnin voru og það er alltaf ákveðin upplifun að verða vitni að því. Veðrið sýndi allar sínar hliðar en það skemmdi ekki fyrir velheppnaðri ferð. Myndir úr ferðinni