Í dag var fyrra heilsuskokk skólaársins í blíðskaparveðri. Allir nemendur, nema yngstu börnin, fóru á Jaðarsbakkasvæðið þar sem gengið var, skokkað eða hlaupið í kringum Akraneshöllina. Mikið kapp var í eldri börnunum sem eru farin að þekkja vel þennan viðburð og þau hlupu marga hringi og fengu kross á handarbakið fyrir hvern hring. Í lokin fengu allir viðurkenningu og ávöxt.