Föstudaginn 14. september er skipulagsdagur í leikskólanum og hann lokaður þann dag. Unnið verður að skipulagningu starfs, endurmati og sameiginlegri vinnu með grunnþætti skólastarfsins. Eftir hádegi verður fræðsla fyrir alla starfsmenn leikskólana um hagnýtar leiðir til að vinna með og efla læsi.