Í október er Haustskóli elstu barnanna en þá fara þau í sinn “ heimaskóla“ sem þau verða skráð í næsta skólaár. Haustskólinn í Brekkubæjarskóla er 2.- 3.- og 4. október kl: 8.30-11.30 og þangað fara þrjú börn og kennari sem fylgir þeim. Haustskólinn í Grundaskóla er 10.-11. og 12. október kl: 8.30-11.30 og þangað fara 15 börn með kennurum. Haustskólinn er hluti af þeirri breytingu sem gerð var á skipulagi verkefnisins Brúum bilið og falla skólastjóraheimsóknir undir þessa verua barnanna í sínum skóla.