Í morgun var sameiginleg söngstund á Skála þar sem jólin voru sungin út og kvödd. Við fengum góða heimsókn frá Önnu Helgu Guðmundsdóttur, starfsmanni í Vallarseli og hálfsystir Ingunnar Sveins, sem kom og sagði börnunum skemmtilega frumsamda jólasögu. Sagan fjallaði að sjálfsögðu um jólasvein sem villtist á milli staða á Akranesi og flest börnin þekktu staðina sem hann rambaði inn á. Takk fyrir Anna Helga 🙂