Í dag fóru elstu börnin á Vík í bankann og lögðu inn ágóðann af flöskusöfnuninni í desember. Alls söfnuðust 27.100 kr sem SOS-barnaþorpin njóta. Það er gott að geta hjálpað og lagt öðrum til sem hafa minna en við. Foreldrar barnanna fá bestu þakkir fyrir að aðstoða börn sín.