Í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, er Dagur leikskólans og við fögnum honum með Kaffihúsi á Skála sem elstu börnin hafa séð um að útbúa og bjóða til. Nemendur og starfsfólk skólans hittast í sameiginlegu kaffi og njóta veitinga sem elsti hópurinn og kennarar þeirra hafa útbúið.