Í tilefni af Degi leikskólans birtir Garðasel myndband um útikennsluna í Garðaseli sem er mikilvægur þáttur í starfinu. Hafrún Jóhannesdóttir, deildarstjóri á Lóni, sá um gerð myndbandsins og var verkefnastjóri útikennslunnar á vorönn 2018 og leiddi starfið á þeim tíma, ásamt því að búa til verkefni fyrir deildir og árganga. Myndirnar eru frá síðustu þremur skólaárum.