Vináttuverkefnið á Lón

Vináttuverkefnið á Lón

Nú hefur Vináttuverkefni Barnaheilla verið gefið út fyrir yngstu börnin og fóru Hafrún og Sonja á Lóni á dagsnámskeið til að læra að vinna með efnið. Foreldrar fá kynningu á námsefninu fljótlega.

Útikennsla í Garðaseli – Myndband

Í tilefni af Degi leikskólans birtir Garðasel myndband um útikennsluna í Garðaseli sem er mikilvægur þáttur í starfinu. Hafrún Jóhannesdóttir, deildarstjóri á Lóni, sá um gerð myndbandsins og var verkefnastjóri útikennslunnar á vorönn 2018 og leiddi starfið á þeim...
Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, er Dagur leikskólans og við fögnum honum með Kaffihúsi á Skála sem elstu börnin hafa séð um að útbúa og bjóða til. Nemendur og starfsfólk skólans hittast í sameiginlegu kaffi og njóta veitinga sem elsti hópurinn og kennarar þeirra hafa...
Bóndadagskaffi í Garðaseli

Bóndadagskaffi í Garðaseli

Í morgun buðum við pöbbum, öfum og bændum til okkar í morgunkaffi og var fjöldi bænda mættur kl: 8.00 og stemmningin góð. Boðið var upp á hefðbundin morgunmat en einnig nýbakað brauð og kaffi. Börnin buðu svo uppáhalds – köllunum sínum í alls konar leiki og...
Ljósadagur á föstudaginn

Ljósadagur á föstudaginn

Á föstudaginn, 18. janúar,  er ljósadagur í Garðaseli og þá mega börnin koma með vasaljós í leikskólann til að leika með inni og úti. Slökkt verður á ljósum tímabundið og myrkrið fær að ráða för. Nú er um að gera að leita að vasaljósi heima, setja í það rafhlöður...
Sumarlokun leikskólanna 2019

Sumarlokun leikskólanna 2019

Á fundi skóla- og frístundaráðs í gær, 15. janúar 2019, var samþykkt fjögurra vikna sumarlokun leikskólanna með fimmtu vikuna gjaldfrjálsa ef foreldrar kjósa þá lengd sumarfrís barna. Hver leikskóli gerir könnun meðal foreldra á hentugasta tímabili lokunar og mun...