Category Archives: Fréttir

Starfsmaður á Lóni í febrúar og mars

Í febrúar og mars verður Rósa Björk Árnadóttir, heilsumarkþjálfi, á Lóni í starfsþjálfun. Hún vinnur fyrir hádegi til að byrja með og bjóðum við hana velkomna til okkar.   

Stærðfræði…gaman, gaman

Í febrúar er þemað stærðfræði og allar deildir skipuleggja verkefni sem taka mið af þroska og aldri barnanna. Telja, skrifa tölustafi, flokka, para, vinna með formin og stærðir, paríasar til að hoppa og telja þegar komið er inn á deildir………..allt

Opið hús á Degi leikskólans

Dagur leikskólans er á morgun, þriðjudaginn 6. febrúar,  og þá er Opið hús í Garðaseli frá kl: 13.00-15.30. Kaffi á könnunni og foreldrar/ fjölskyldumeðlimir hvattir til að kíkja inn og hitta börnin í leik og starfi.

Svona er Garðasel

Garðasel er heilsuleikskóli með áherslu á hreyfingu og vellíðan – hér fyrir neðan má sjá hvernig hinar ýmsu námsleiðir tengjast áherslum skólans, mörg verkfæri til að vinna að markmiðum áherslur í starfi Garðasels

Dagatal, fréttabréf og matseðill í febrúar

Á morgun gengur febrúar í garð og þá endurnýjast ýmis upplýsingagögn sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan. 

Foreldrar – góð fyrirmynd

Mörg leikskólabörn eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttum, sum í íþróttaskólanum eða sundskólanum og sum eru farin að æfa hjá íþróttafélögum. Þetta spjald frá Færni til framtíðar ætti að minna foreldra á mikilvægi þáttöku þeirra og hvernig þeir