Leikskóli fyrir alla

Í Garðaseli er lögð áhersla á að öll börn fái viðfangsefni við hæfi, aðlagist barnahópnum og njóti eðlilegra félagslegra tengsla.

Sérkennsla / sérstuðningur tekur mið af þörgum hvers barns og er í nánu samstarfi við foreldra. Skipulag sérkennslunnar í Garðaseli er þannig að börn fara ýmist í einstaklingsþjálfur eða fá stuðning á deildum í daglegu starfi. Við skipulag kennslunnar er haft að leiðarljósi að hvert barn er einstakt og hagsmunir þess og þarfir ganga fyrir í skipulagi sérkennslu.

Einstaklingsnámskrár og áætlanir eru gerðar fyrir þau börn sem njóta sérstuðnings. Foreldrar koma að gerð einstaklingsnámskráa með sérkennslustjóra og sérkennara. Námskrárnar eru endurskoðaðar eftir því sem þörf er á.  Grunnur einstaklingsnámskráa er byggður á AEPS- listi.

Greiningarlistar sem  m.a. eru notaðir:

AEPS-listinn  Listinn er til þess gerður að meta hvar barnið er statt og með hvaða færni á að vinna. AEPS-matskerfið er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á að samstarf foreldra og fagmanna við gerð markmiða.
Smábarnalistinn Smábarnalistinn er frumsaminn og staðlaður þroskalisti til að meta mál- og hreyfiþroska ungbarna á aldrinum 15-18 mánaða.
Orðaskil Málþroskaathugunin Orðaskil er fyrir börn á aldrinum 18 – 36 mánaða
Hljóm-2 HLJÓM 2- er próf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barnanna í leikskólanum. Það er greiningartæki sem hugsað er til notkunar fyrir leikskólakennara eða annað sérhæft starfsfólk sem vinnur með elstu börnum leikskólans. Því er ætlað styrkja þessa fagaðila í því að finna sem fyrst þau börn sem hugsanlega eru í áhættuhóp fyrir lestrarörðuleika síðar í grunnskóla.
ADHD-listinn Staðlaður matskvarði ( ofvirkni, athyglibrestur, hvatvísi )
 TRAS – skráningarlisti Srkráningarlistinn er matstæki þar sem starfsfólki gefst færi á að fá yfirsýn yfir málþroskaferli allra barna á hverri deild. Með TRAS skráningu fást upplýsingar um hvernig málfærnin þróast hjá barni. TRAS listinn skoðar samleik, tjáskipti/samskipti, athygli/einbeitngu, málskilning, málvitund, framburð, orðaforða og setningarmyndun. TRAS var þróað og samið af sérfræðingum í sérkennslu og talmeinafræði í Noregi. Skammstöfunin TRAS stendur fyrir Tidlig registrering av språk.