Skóla- og frístundaráð samþykkti að leikskólar á Akranesi skyldu lokaðir í 4 vikur sumarið 2019.  Hver leikskóli skyldi kanna meðal foreldra hvaða tímabil hentaði flestum  og myndi einfaldur meirihluti ráða niðurstöðu lokunar.  Foreldrar í Garðaseli svöruðu könnuninni vel og afgerandi meirihluti er um lokunin 8. júlí til og með 2. ágúst eða 66,67 % foreldra.Ekki var farið lengra inn í ágúst með val þar sem það myndi hafa veruleg áhrif á inntöku og aðlögun yngri barna. Niðurstöður má sjá hér fyrir neðan.