Framundan er Vorskólinn í báðum grunnskólunum en elstu börnin fara í þann skóla, sem þau innritast í næsta skólaár.  í næstu viku er Vorskólinn í Grundaskóla dagana 19. – 21. mars frá kl: 8.30-11.15 og viku seinna 26.- 28. mars er Vorskólinn í Brekkubæjarskóla frá kl: 8.30-11.15. Börnin taka með sér hollt nesti að heiman en fá mjólk í skólanum. Kennarar hópsins fylgja þeim í Vorskólann og Garðasel tekur á móti hópi 1. bekkinga úr Grundaskóla á sama tíma.