Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl að frá og með næsta starfsári 2019 – 2020 verði 5 skipulagsdagar á leikskólum á Akranesi. Skóla- og frístundaráð mælist til þess að skipulagsdagar leik- og grunnskóla verði eins margir sameiginlegir og kostur er og skólarnir verði í samstarfi um ákvörðun um skipulagsdaga skólanna.  Með því að fjölga starfsdögum vill skóla- og frístundaráð stuðla að bættu starfsumhverfi.Bæjarráð samþykkir erindi leikskólastjórnenda um fjölgun skipulagsdaga, úr 4 í 5 talsins frá og með næsta starfsári 2019-2020. Bæjarráð tekur undir með skóla- og frístundaráði að skipulagsdagar leik- og grunnskóla verði eins margir sameiginlegir og kostur er.