Í tilefni af Degi umhverfisins sem er 25. apríl fóru börnin á Vík og Holti í umhverfishreinsun í morgun. Farið var um næsta nágrenni skólans og ruslið “ plokkað“ um leið og rætt var um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna og henda ekki rusli út um allt, það á að fara í ruslatunnur  Duglegir krakkar með allt á hreinu.