Dagana 3. -7. júní íþróttavikan í Garðaseli og búið er að setja upp dagskrá alla dagana fyrir hvern árgang ( sjá hér fyrir neðan). Dagskrár eru komnar inn á síðu hvers árgangs og þar má sjá hvað börnin munu fást við í þessari skemmtilegu viku. Lára Dóra og Breki hafa séð um undirbúninginn og halda utan íþróttavikuna fyrir okkur ásamt því að sjá um sundkennslu elstu barnanna í Jaðarsbakkalaug. Það eru spennandi dagar framundan og væri gott ef öll börn væru komin í síðasta lagi kl: 9.00 til að taka þátt.