Leikskólinn auglýsti laus störf fyrir skólaárið 2019 -2020 og hefur verið ráðið í þau. Lilja Líndal Árnadóttir kemur í stöðu matráðs eftir sumarlokun. Sólveig Rún Jónasdóttir kemur aftur til starfa eftir árshlé og þá mun Valgerður Valgeirsdóttir einnig hefja störf í Garðaseli næsta skólaár en hún hefur verið starfsmaður í Teigaseli. Við bjóðum nýja starfsmenn velkomna í Garðasel.