Foreldrafélagið býður börnum og fjölskyldum í Garðaseli til sumarhátíðar í skógræktinni í dag. Stundvíslega kl: 16.00 hefst leiksýningin um Karíus og Baktus sem börnin elska og á eftir verður boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Vonum að sem flestir eigi þess kost að mæta og gott er að muna eftir ömmu og afa ef foreldrar eru aðþrengdir með tíma. Sólin skín glatt í dag en samt gott að klæða sig vel því lofthitinn verður ekki nema um 13 gráður