Í júní sendi leikskólinn rafræna könnun til foreldra um viðhorf þeirra og ánægju gagnvart skólastarfinu og starfinu með börnum þeirra almennt. Niðurstaðan er afar góð og jákvæð og ljóst að flestir foreldrar eru mjög ánægðir með Garðasel sem leikskóla barnanna. Uppbyggilegar athugasemdir koma líka fram sem skólinn mun fara yfir og meta hvort og þá hvernig megi mæta þeim. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður þessarar könnunar.