Minnt er á að mánudaginn 18. nóvember er skipulagsdagur í leikskólanum og skólinn lokaður þennan dag.
Dagskrá þennan dag er fræðsla um Barnavernd, Verkfærakista í læsi og stærðfræði frá Hlín, sérkennara, sem heldur úti síðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka https://www.facebook.com/kennsluadferdir/ .
Læsisstefna leikskóla Akraneskaupstaðar verður kynnt og verkfæri til að vinna með hana.Vinnufundir deilda eru til samráðs og skipulags þess starfs sem framundan er næstu vikur.