Hin árlega flöskusöfnun Garðasels til styrktar SOS-barnaþorpunum verður í næstu viku dagana 2. -6. desember. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börn sín við að koma með einnota flöskur / dósir í poka sem við söfnum svo saman og förum með í endurvinnsluna. Ágóðinn rennur eins og áður er sagt til hjálpar börnum og unglingum sem búa og fá menntun í barnaþorpum víða um heim