Læsi verður þemað í febrúar og deildir eru í óðaönn að skipuleggja verkefnið. Lubbi verður í aðalhlutverki og fer heim með börnunum, bókstafur dagsins valinn ……….. foreldrar eru hvattir til að taka þátt í verkefninu með börnum sínum. Að lesa fyrir börnin sín, skoða orð og innihald texta, leika sér með rím og aðra orðaleiki – það er lykillinn að góðri læsisfærni barna síðar.