Í gær var Læsisstefna leikskóla Akraneskaupstaðar kynnt fyrir Skóla- og frístundaráði en hún er afrakstur þróunarverkefnis leikskólanna á árunum 2017 -2020. Mikil og flott vinna liggur að baki þessari stefnu, allt frá innihaldi hennar til útlits og hönnunar. Verkefnahópinn skipuðu aðstoðarskólastjórar og sérkennslustjórar leikskólanna sem fylgdu stefnunni úr hlaði í gær. Hópinn skipaði Guðrún Bragadóttir, Ingunn Sveinsdóttir, íris Guðrún Sigurðardóttir / Valdís Sigurðardóttir og Vilborg Valgeirsdóttir. Hér fyrir neðan má nálgast stefnuna og einnig handbók foreldra.