Búið er að taka ákvörðun um að starfsdagur sé í öllum skólastofnunum Akraneskaupstaðar mánudaginn 16. mars svo stjórnendum og starfsfólki geti skipulagt starfsemi skólanna næstu vikur vegna samkomubanns yfirvalda. Ljóst að skerðing verður á þjónustu vegna áhættumats og viðmiða í starfsemi. Upplýsingar verða settar hér inn og á FB- síðu skólans um leið og þær liggja fyrir.