Það er dálítið úr takti við lífið í dag að birta niðurstöðu á tímabili sumarlokunar en þar sem lífið heldur áfram er vilji meirihluta foreldra birtur hér. Í könnuninni var beðið um að skrá nöfn barnanna ásamt hugsanlegum skólalokum elstu barna þá er ekki hægt að biðja könnunarkerfið um heildstæða niðurstöðu allra spurninga.

Hér kemur fram að 65 hafi svarað en svarað var sameiginlega fyrir systkini og barst svörun fyrir 74 börn af 77.

Sumarlokun Garðasels 2020 verður frá og með 6. júlí -31. júlí – opnað þriðjudaginn 4.ágúst.