Yndislegur dagur og það sem var dásamlegt að fá að hitta öll börnin sem komu glöð og kát í leikskólann. Eins og sum hafi farið í gær þrátt fyrir að hafa verið fjarverandi í margar vikur. Gleðin í barnahópnum var líka einlæg þegar vinir hittust á ný, léku sér saman og höfðu frá mörgu að segja.
Áfram hvetjum við fólk til gæta vel að sóttvörnum og sýna skynsemi í allri umferð í samfélaginu okkar 🙂 berum ábyrgðina saman !