Útikennslan er skemmtilegur og þroskandi námsþáttur í skólastarfi Garðasels þar sem nám, uppgötvun, rannsóknir, vangaveltur barnanna og allt þar á milli fær að njóta sín. Sniglaleit og skoðun var viðfangsefni á Holti í vikunni og má sjá hversu skemmtilegt þetta var með því að skoða myndir úr ferðinni.