Vormánuðir eru jafnan ljúfir og skemmtilegir og viðfangsefnin fjölbreytt.  Þannig er það þetta vorið líka og við horfum með tilhlökkun til næstu vikna og ætlum að hafa gaman saman. Sjá hér fyrir neðan það sem framundan er ;

  • Útskriftarferð elstu barna í Skorradalinn fimmtudaginn 28. maí. Dagsferð og mikið fjör – með hópnum fara Heiða, Rúna, Freyja, Breki og Arnar. 
  • Hreyfidagar 1. – 5. júní með fjölbreyttri dagskrá og viðfangsefnum fyrir káta krakka á öllum aldri
  • Útskriftarhátíð elstu barna með foreldrum í vikunni 8. -12. júní, nánari dagsetning kemur fljótlega
  • Sundnámskeið elstu barnanna í Jaðarsbakkalaug í í vikunni 15. -19. júní ( verið að skoða 11. og 12. júní ).
  • Setja niður kartöflur í garðinn okkar í skógræktinni
  • Sumarhátíð í Garðasel í júní – börn og starfsfólk