Foreldrar

Foreldrar í Garðaseli

Leiðarljósin í foreldrasamstarfi eru traust, samvinna og jákvæðni og lögð er áhersla á að foreldrar og starfsfólk leikskólans mætist á þeim forsendum. Það er góður farvegur fyrir öll þau mál sem snerta velferð barnanna. Upplýsingar til foreldra eru í daglegum samskiptum í leikskólanum, upplýsingar eru á skilaboðatöflu í forstofu deildar, á heimasíðu og  eru einnig sendar í  tölvupósti.