Aðlögun barna

Sameiginlegur kynningarfundur með foreldrum nýrra leikskólabarna er haldinn í júníbyrjun. Þá er leikskólastarfið kynnt, áherslur skólans, skipulag, hefðir og siðir og skólahúsnæðið skoðað.

Á þessum kynningarfundi fá foreldrar skólanámskrá, kynningarrit, skóladagatal og ýmiss önnur gögn er varða leikskóladvölina og barnið fær sérstakt bréf þar sem það er boðið velkomið í leikskólann á tilteknum degi og á þeim degi hefst aðlögun þess.

 Á fyrsta degi aðlögunar setjast foreldrar niður með deildarstjóra / kennara og fara yfir Fyrsta viðtalið og skipuleggja aðlögun barnsins í góðu samráði við foreldra.

Barnið þarf að fá góðan tíma til að kynnast leikskólanum og starfsfólkinu. Góð aðlögun hefur mikla þýðingu varðandi áframhaldandi dvöl barnsins. Á þessu tímabili kynnast barn og foreldrar starfsfólki leikskólans og starfsemi hans.

Þegar barn byrjar í leikskóla er nauðsynlegt að hafa í huga þær breytingar sem það hefur í för með sér fyrir barnið. Barnið þarf að aðlagast nýju umhverfi. Kynnast starfsfólki og börnum sem fyrir eru, læra að vera í hóp, hlíta reglum og fleira. Það er einstaklingsbundið hve langan tíma aðlögunin tekur.

Gagnkvæmur trúnaður er forsenda þess að barninu líði vel í leikskólanum.

Allt starfsfólk er bundið þagnarskyldu.