Gullkorn

Gullkorn á Lóni

 

Lítill strákur á Lóni kom til starfsmanns og tilkynnti honum að hann væri með höfuðverk í fótunum.

 

Ein stelpan á Lóni var að fara í þriggja og hálfsárs skoðun seinna um daginn, hún kom stolt og tilkynnti einum starfsmanninum  það að hún væri að fara í þriggja í Hálsaskógi á eftir.

 

Starfsmaður og nokkur börn voru á spjalli við matarborðið allt í einu rennur einn strákurinn af stólnum og undir borð, starfsmaður segir „hann bara gufaði upp“ þá heyrist í einu barninu „nei hann gufaði niður“

 

Nokkur börn sátu við borð og voru að púsla. Einn strákurinn sat á hnjánum og vinur hans leit á hann og sagði: „Ekki sitja á enninu!“ (Meinti á hnjánum).

 

Starfsmaður hafði svæft börnin eftir hádegismatinn, farið svo í útiveru og í kaffi. Þegar starfsmaðurinn kemur aftur inn á deild segir ein stelpan sem hann svæfði, mjög undrandi: „HVAÐ ERTU VÖKNUГ.

 

Barn greip um hálsinn á sér og sagði: „Ég er komin með orðabólgu“. (Meinti hálsbólgu).

 

Samtal tveggja stráka.

„Pabbi minn er rafvirki“. Þá svarar hinn. „Hann Eyjólfur er trévirki, hann er að byggja hús!“.

 

Börn voru að leika sér í kubbum.

Ein stelpan byrjar að syngja hástöfum. „Ég er að gubba (meinti kubba), ég er að gubba“, við lagið „Meistari Jakob„. Þá heyrist  hátt í einum stráknum: „NEI! ÉG VAR AÐ GUBBA Í GÆR“.

 

Börnin á Lóni eru að læra heitin á formunum.

Starfsmaður spyr eitt barnið: „Hvaða heitir þetta form“? (Bendir á hring). Barnið svarar: „Hringur“.

Starfsmaður spyr: „En hvaða form er þetta“? (Bendir á ferhyrning). Barnið svarar: „Ferhyrningur“.

Starfsmaður spyr að lokum: „En hvað heitir þetta form“? (Bendir á þríhyrning). Barnið svarar: „Vitleysingur“!