Könnunarleikur

Könnunarleikur fer þannig fram að safnað hefur verið saman í kassa alls konar „verðlausum“ hlutum, ekki leikföngum í hefðbundnum skilningi sem eru keypt út í búð. Þetta eru hlutir eins og keðjur, lyklar, dósir og lok. Eftir að innhaldi pokans hefur verið raðað á gólfið hefst leikurinn. Börnin velja sér hluti og nota þá á margan hátt. Þau fylla, tæma, setja saman, stafla, raða, draga, hrista, velja og hafna. Þau leika sér ótrufluð án fyrirmæla frá hinum fullorðna. Þau leiða leikinn sjálf og læra um leið að hægt er að gera hluti á margan máta. Enginn niðurstaða er rétt eða röng. Í leiknum örva þau skynfæri sín með því að hlusta, snerta, skoða og smakka. Einnig reyna þau á gróf- og fínhreyfingar. Tíminn sem er notaður í tiltekt er ekki síður mikilvægur en leikurinn sjálfur. Þá lærist meðal annars að raða og flokka í  tiltekt eru ákveðin verklok.