Brúum bilið

Brúum bilið er heiti á samstarfi elsta árgangsins í leikskólanum og 1. bekkjar grunnskólans. Í lögum og aðalnámskrám bæði leik- og grunnskóla, er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli koma á samstarfi milli skólastiganna. Grunnur að slíku samstarfi var lagður með samstarfi Grundaskóla og Garðasels árið 1994, en formlegt samstarf á milli leikskóla og grunnskóla á Akranesi hófst þegar rekstur grunnskóla fluttist yfir til sveitarfélaganna og skólaskrifstofa Akraness tók til starfs 1996.

Hér má lesa nánarum samstarf grunn- og leikskóla –  Bæklingur um Brúum bilið

 Markmið verkefnisins er

  • að koma á samstarfi og skapa samfellu milli þessara tveggja skólastiga
  • að byggja upp gagnkvæma þekkingu kennara á starfi skólastiganna
  • að stuðla að vellíðan og öryggi barna við að  fara úr leikskóla í grunnskóla
  • að kynna þeim báða skólana á Akranesi.

Skólastjóraheimsóknir  – þá fara öll elstu börnin  í heimsókn báða grunnskólana. Skólastjórar taka á móti þeim og sýna þeim skólana.Þessar heimsóknir fara að öllu jafna fram fyrri hluta septembermánaðar.

Gagnkvæmar heimsóknir   –  Skiptinemaheimsóknir byggist  á gagnkvæmum heimsóknum elstu barna leikskólans og 1. bekkingum Grunnskólanna. Hver nemandi fær að minnsta kosti tvær heimsóknir á haustönn og aðrar tvær á vorönn. Starfsmaður leikskólans fylgir börnunum. Ekki er um reglulega gagnkvæmar heimsókniryfir veturinn að ræða í Brekkubæjarskóla vegna fjarlægðar en börn sem fara þar í 1. bekk fá fleiri heimsóknir þangað þegar líður að vori.  

Vorskóli  – Í apríl fara börnin í fjóra daga í sinn grunnskóla og dvelja þar í um tvo tíma. Vorskóla lýkur svo með sameiginlegum  skemmtidegi sem við köllum “Húllumhæ”. Dagsetningar Vorskólans liggja ekki fyrir en tímasetning hans er í byrjun apríl ár hvert.

Leikfimi-  Elstu börnin fara í leikfimi á miðvikudögum  kl: 13:20-14:00 í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum

Íþróttadagur í höllinni – Árgangur  2010 og nemendur í 1. bekkjum leika saman í Akraneshöll. Íþróttadagurinn er skipulagður á vorönn, oftast í mars eða apríl ár hvert.

Þema Brúum bilið samstarfsins á Akranesi er vinátta