Vináttuverkefni Barnaheilla

Vináttuverkefnið er á vegum Barnaheilla og er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla.

Verkefnið byggir á fjórum grunngildum ; umburðarlyndi, virðingu, hugrekki og umhyggju. Í verkefninu er lögð áhersla á að efla styrkleika hvers barns og vinna með barnahópinn í heild og horft til samskipta, vináttu og vellíðunar.

Vináttan á því að stuðla að almennri hæfni barna til að takast á við áskoranir daglegs lífs og í samskiptum við aðra.

Með yngstu börnunum er lögð áhersla á að kenna þeim fyrstu samskiptin og leggja grunn að því að þau séu góð hvert við annað. Einnig að þau „ noti orðin sín „ og segi hvað þau vilja.

 

 

 
Verum góðir félagar og vinir.