Matseðill

Það er eftirsóknarvert að borða góðan mat því þá líður okkur vel

  • Morgunmatur er frá kl: 8.00 – 8.45
  • Hádegismatur er frá kl: 11.15 – 11.45 (Lón ) kl: 11.50 -12.20  (Holt)  kl: 12.00-12.30  (Vík)
  • Nónhressing er frá kl: 15.00 – 15.30

Morgunbiti/ávaxtastund kl: 10.00   –  ávextir eða grænmeti.

Í morgunmat er hafragrautur og kornfleks. Meðlæti með hafragraut eru rúsínur, döölur, þurrkaðir bananar og kanill.

Lýsi er gefið með morgunmat og eru foreldrar beðnir að láta deildir vita ef barn þeirra á að fá það.

Matarmiklar súpur innihalda mikið grænmeti og oft kjötmeti – grænmeti er ekki borið fram með slíkum súpum.

Brauð með súpum er oftast heimabakað úr fjölbreyttu korni með sólkjarna-, graskers- og hörfræjum ásamt fimmkorna blöndu og fleiru.

Matseðill í nóvember  2020