Skólanámskrá Garðasels

Skólanámskrá Garðasels pdf-skjal

Áherslur Garðasels – pdf myndrænt 

Námsvið leikskóla í máli og myndum

Læsi og samskipti – námssviðið í máli og myndum

Börn eru félagsverur og til þess að eiga samskipti við aðra nota þau ýmsar aðferðir. Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Læsi í víðum skilningi er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi felur í sér að barn búi yfir þekkingu, hafi færni til að skynja og skilja  og geti sett orð á það sem það upplifir og sér.

Heilbrigði og vellíðan – námssviðið í máli og myndum

Í leikskóla eiga börn að læra um og tileinka sér heilbrigða lífshætti, hollt mataræði, hvíld, hreinlæti og hreyfingu. Hreyfing er börn eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Hreyfing og vellíðan hafa jákvæð áhrif á samskipti barna, umgengni þeirra við umhverfi sitt og hæfni þeirra til að takast á við daglegt líf og nýjar aðstæður.

Sköpun og menningnámsviðið í máli og myndum

Barnamenning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna. Sköpun í leikskóla á fyrst og fremst að beinast að sköpunarferlinu, gleðinni, tjáningunni, könnuninni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fær að njóta sín.

Sjálfbærni og vísindinámssviðið í máli og myndum

Markmið með sjálfbærni er að börn og starfsfólk geri sér grein fyrir því að þau vistspor sem sérhver einstaklingur skilur eftir sig skiptir máli, í nútíð og um alla framtíð. Lýðheilsa þar sem hver einstklingur ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni heilsu er hluti af sjáflbærni. Mikilvægt er að kenna börnunum að ber virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og skapa þeim tækifæri til að upplifa og njóta. Jafnframt ber að ýta undir vísindalega hugsun og aðstoða börn við að sjá tengsl, orsök og afleiðingu og styrkja skilning þeirra á hugmyndum og hugtökum