Svefn og hvíld í leikskóla

Hvíld hefst að loknum hádegismat, yngri börnin leggja sig og sofna á meðan þau eldri fara í rólega samverustund, njóta lestur og hvíla sig.

Í Heilsustefnunni er lögð mikil áhersla á þýðingu hvíldar þegar talað er um heilbrigðan lífstíl því svefn er forsenda heilbrigðis á sama hátt og vatn, súrefni og næring.

Hádegissvefn yngri barna er mjög mikilvægur svo barnið fái góðan nætursvefn. Það að minnka lúrinn í kringum hádegið getur valdið svefnvanda lítilla barna og hann er fljótur að vinda upp á sig. Hádegislúr er líka kærkomin hvíld frá áreiti og hávaða í leikskólaumhverfinu.

Góð viðmiðunarregla til að meta hvort barn fái nægan svefn er að kanna hversu auðvelt það á með að vakna þegar það er vakið.

Ekki skal vanmeta svefnþörf barna og þau hafa oftar meiri þörf fyrir svefn en þau fá.Hádegislúrinn er náttúruleg þörf og hluti af svefnþörf barns á sólarhring.

Svefnþörf barna : 

  • 6 -12 mánaða börn 14 -15 klukkutímar
  • 1 -3 ára börn 12 -14 klukkutímar
  • 3 -6 ára börn 10 -12 klukkutímar

 

Svefn og hvíld leikskólabarna - myndband frá Heilsueflandi leikskólum

Svefn og hvíld yngstu barna í Garðaseli - Ingunn Ríkharðsdóttir, skólastjóri