Útikennsla / útinám

Útikennsla í Garðaseli felst í því að kennslustundir eru færðar út í nánasta umhverfi og þar eru verkefni lögð fyrir. Með útikennslu fá börnin aukna hreyfingu, meira þol og betri hreyfifærni, einbeitingin eyskt og félagsleg færni verður betri. Aukinn skilningur á náttúru, vísindum og umhverfi þar sem verkefnin þarf að leyst við raunverulegar aðstæður.

 " Útikennsla er allt það nám sem fer fram utan veggja leikskólans og er fyrst og fremst góð viðbót við annað nám. Börnin kynnast og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það taka þátt í margvíslegum verkefnum og læra um leið að þjálfa og nota skynfæri sín. Sá skilningur  er lagður í hugtökin  útinám og útikennsla að útinám á við það nám sem á sér stað hjá börnunum en útikennsla felur í sér skipulagða kennslu. Ávinningur útináms er margvíslegur en ekki síst er það góð viðbót við hefðbundið leikskólastarf. "   Úr lokaverkefni Hafrúnar Jóhannesdóttur 2013.

Í Garðaseli er útinám/ útikennsla skilgreind sem hluti af hreyfingu í heilsuleikskóla. Það  að hreyfa sig, vera til og upplifa fjölbreytileikann í  umhverfinu er svo dásamlegt og örvandi - að klifra í klettum og trjám, hlaupa um í grasi, sandi, möl og hæðóttu undirlagi, sjá árstíðabrigðin í náttúrunni, læra heiti trjáa, blóma, fugla og skordýra.

Á Vík og Holti fara börnin vikulega  í skógræktina eða annað útinám í fallegri náttúrunni sem er í nærumhverfi Garðasels ( skógrækt, Langisandur, Sólmundarhöfði, Kalmansvík.....). Yfir sumarið er farið oftar út fyrir leikskólalóðina enda býður umhverfið upp á margt skemmtilegt.