Umhverfisstefna Garðasels var unnin árið 2005 og tekur til almennra þátta umhverfismenntar. Stefnan hefur verið í endurskoðun reglulega og nýjir þættir komið inn eftir því sem við á.
Leikskólinn leggur áherslu á að vinna eftir þeim markmiðum sem fram eru sett í stefnunni með því að
Í Garðaseli er lögð áhersla á að flokka það sem frá skólanum fer ; pappír, plast, dósir, rafhlöður, ljósaperur og annað. Þá er tunna fyrir lífrænan úrgang þar sem öllum matarafgöngum nema kjöti og fiski er safnað saman og TERRA losar og nýtir til moltugerðar.
Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er 25. apríl ár hvert og í Garðaseli er hefð fyrir því að hreinsa nánasta umhverfi skólans í tilefni þessa dags.
Í útikennslu er stór hluti af námi barnanna að læra um umhverfið og hvernig við gætum þess sem best með því að ganga vel um, ekki ganga á það sem fyrir er heldur bæta það og gera betra. Þannig aukum við gæði þess sem við njótum hverju sinni.