Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi ( nr.86/2021).
Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 -18 ára aldurs.
Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því ða börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþætri þjónustu við hæfi án hindrana.
Upplýsingar og myndbönd um verkefnið og innleiðingu þess á Akranesi.
Tengiliður barna í Garðaseli er Ragnheiður Dagný Ragnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri.
Netfang tengiliðar; ragnheidur.ragnarsdottir@gardsel.is
Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþætta þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og / eða barns.
Þátttaka Garðasels í þróunarverkefni á vegum Háskóla Íslands um Farsæld barna og snemmtækan stuðning við foreldra og börn. Verkefnið stendur yfir skólaárið 2023 -2024 og tengist vel innleiðingu á verkefninu um Farsæld barna og ungmenna.