Af gefnu tilefni eru foreldrar minntir á að láta starfsmenn deilda alltaf vita ef barn er sótt þegar það er úti í garði. Þannig komum við í veg fyrir áhyggjur ef eitthvert barn vantar, leit hefst og skýringin er þá gjarnan sú að barnið sé farið. Það er ekki góð tilfinning fyrir starfsmenn skólans sem bera mikla ábyrgð.
Einnig er afar mikilvægt og má eiginlega ekki bregðast að hliðum á leikskólalóðinni sé lokað. Hér eru ung börn sem eru að taka sín fyrstu skref í stórum hópi og þau eiga það til að fara út af lóðinni, ef tækifæri gefst, og fyrsti viðkomustaður er þá bílastæðið. Hjálpumst að og tryggjum öryggi allra barna.