Fimmtudaginn 9. ágúst hefst aðlögun yngstu barnanna en þá koma inn 12 börn á Lónið. Fyrsti dagurinn er frá kl: 9.00-11.00, föstudagurinn frá kl: 8.30 - 15.00 og mánudagurinn frá kl: 8.00-15.00. Þá er hefðbundinni aðlögun lokið og þau börn sem geta komið án foreldra gera það en aðlögun hinna heldur áfram eftir þörfum hvers barns. Seinna hollið, 6 börn, kemur inn fimmtudaginn 16. ágúst. Þá kemur nýtt barn inn á Holtið mánudaginn 13. ágúst.