Nú er verið að undirbúa starfsemi skólans sem mun breytast verulega frá og með 4. maí. Foreldrum til upplýsinga eru eftirfarandi þættir helstir :
* Mæting barna frá og með 4.maí verður engum takmörkunum háð og gert er ráð fyrir fullri mætingu barna.
**Opnunartími skólans verður eins og áður var frá kl: 7.30-16.30 og þau börn sem eiga 7.30-tímann koma inn á Lónið
*Leikskólagjöld og innheimta þeirra verður án afsláttar frá og með 1.maí - enginn afsláttur fyrir þá daga sem börn mæta ekki og munu verklagsreglur virkjast að fullu
https://www.akranes.is/
/skoli
/verklagsreglur-leikskola.pdf
*Tveggja metra reglan um nálægð fullorðinna gildir áfram og þarf að taka upp skipulag á kaffitímum og fjölda á svæðum því frá og með 4.maí er fullmannað í skólanum og starfsmannarými ekki hugsuð með 2 metra fjarlægð milli fullorðinna
*Reynt verður að takmarka aðgang foreldra inn í skólann eins og kostur er og því höldum við áfram að taka á móti börnunum í fataherbergi í upphafi dags og skilum þeim úti í lok dags. Eftir á að fá nánari leiðbeiningar um hvort tæma þurfi fatahólf barna á hverjum degi
*Áfram þurfa starfsmenn að sótthreinsa í lok dag og taka extra þrif til að undirbúa næsta dag
*Þegar foreldrar hafa sótt börn sín eru þeir beðnir að fara út af lóðinni með barnið en ekki í leiktæki m.a. til að uppfylla fjölda fullorðinna á skólalóð og einnig svo auðveldara verði fyrir starfsfólk að vita hvaða börn er búið að sækja og hver ekki - það getur verið erfitt ef börn halda áfram að vera innan lóðar þegar búið er að sækja þau
*Sveitaferðin að Bjarteyjarsandi fellur niður þetta árið m.a. þar sem Bændasamtökin hafa hvatt bændur til að taka ekki til sín stóra hópa í heimsóknir
*Útskriftarferð elstu barna verður dagsferð í Skorradalinn og munu kennarar hópsins skipuleggja dag sem verður þeim vonandi ljúfur og eftirminnilegur með skemmtilegum verkefnum og samveru. Lagt af stað kl: 9.00 um morguninn og komið heim seinnipartinn
*Útskriftarhátíð elstu barna verður ekki með foreldrum þetta árið vegna fjöldatakmarkana og verður útskriftin í Skorradalnum. Myndband verður búið til og sent foreldrum þannig að þeir fái að njóta smávegis
??
*Grillhátíð foreldrafélagsins verður ekki þetta árið en leikskólinn verður með Sumarhátíð í júni með grilli og hugsanlegri leiksýningu fyrir börnin ( ef hægt er )
Þetta eru helstu breytingar sem framundan eru og ef eitthvað bætist við verður þeim upplýsingum komið til foreldra.
Í Garðaseli hlakka allir til að fá barnahópinn inn að fullu og halda áfram því góða starfi og verkefnum sem ávallt eru í fyrirrúmi í Garðaseli.
Kærar þakkir til ykkar, kæru foreldrar, fyrir einstaka samvinnu í ástandi sem við vorum öll að fóta okkur í í fyrsta skipti og leystum frábærlega saman
??